SAMIÐ VIÐ RVK OG LNS

skrifað 01. jún 2011

Ágætu félagsráðgjafar,

í gærkveldi var gengið frá samningum  gagnvart tveimur viðsemjendum okkar þ.e. Reykjavíkurborg og Sveitafélögum. Það er enn setið við samningaborðið hjá ríki bæði varðandi okkar sérmál og eins á sameiginlegum fundum með BHM.
Upplýsingar um þá  samninga sem búið er að ganga frá verða sendir til ykkar næstu daga og boðað verður til kynningarfundar strax eftir helgi. Við munum að sjálfsögðu gera ráð fyrir fjarfundum  þar sem það á við. 

Með kveðju

Vilborg Oddsdóttir formaður kjaranefndar

FUNDUR ER HJÁ FÉLAGSRÁÐGJÖFUM HJÁ REYKJAVÍKURBORG MÁNUDAGINN 6.JÚNÍ KL.: 13:45 – 14:45 OG HJÁ FÉLAGSRÁÐGJÖFUM SEM STARFA HJÁ SVEITARFÉLÖGUNUM MÁNUDAGINN 6.JÚNÍ KL.: 14:45 – 15:45  FUNDIRNIR ERU HALDNIR Í HÚSNÆÐI BHM Í BORGARTÚNI 6 ÞRIÐJU HÆÐ.  Biðjum alla að vera tímanlega það er mikil notkun á salnum og hann upptekinn bæði á undan og eftir þessum fundum! Allir þurfa að kynna samningana.

Minni í leiðinni á mikilvægi réttra netfanga!!!!!!!!!!   Sé netfangið þitt rangt hjá okkur, þá færðu ekki atkvæðaseðil!!!!!  Ef þú veist um félagsráðgjafa sem er EKKI að fá póst frá okkur =  vantar okkur netfangið á skrá = sá hinn sami fær þá EKKI atkvæðaseðil!!!!!!!!!!!!!!!!