Ritsmiðja félagsráðgjafa - námskeið í greinaskrifum

skrifað 24. jan 2008

Eiriksina_Kr__Asgrimsdottir1066657913.jpReglulega birtast greinar og viðtöl við félagsráðgjafa á hinum ýmsu starfssviðum í fjölmiðlum. Viðfangsefnin eru margvísleg s.s. kynning á námskeiðum  og þróunarverkefnum, staðan í húsnæðismálum, öldrunarmálum, málefni barna og fjölskyldna, biðlistar á spítölum, staða fanga svo fátt eitt er nefnt.  Við getum hinsvegar gert betur!

Dagana 10. apríl og 17. apríl  kl. 15.00 til 17.00 verður ritsmiðja fyrir félagsráðgjafa. Ritsmiðjunni er ætlað að koma okkur af stað á ritvellinum. Lögð er áhersla á hugmyndavinnu jafnframt því sem farið verður í framsetningu og tæknileg atriði greinaskrifa. Jafnframt því sem þátttakendur fá yfirlestur á greinum sínum og ábendingar í gegnum tölvusamskipti við kennara.

 

Ritsmiðjan verður haldin í Borgartúni 6, fundasal BHM. Leiðbeinandi er Eiríksína Kr. Ásgrímsdóttir bókmenntafræðingur, MA og fyrrverandi fréttamaður. Námskeiðið er félagsmönnun að kostnaðarlausu en það verður að skrá sig á netfangið felagsradgjof@felagsradgjof.is fyrir 8. febrúar nk.

Það má minna á í þessu samhengi að samkvæmt siðareglum félgaráðgjafa þá höfum við ákveðnar félagslegar skyldur en 16. gr. er svohljóðandi "Félagsráðgjafi miðlar þekkingu sinni sem víðast, til annarra félagsráðgjafa, félagráðgjafanema, annarra fagmanna og alls almennings"

Eiríksína sendi okkur  þessa heilræðavísum Hallgríms Péturssonar:

Oft er sá í orðum nýtur,

sem iðkar menntun kæra,

en þursinn heimskur þegja hlýtur,

sem þrjóskast við að læra.