Rapport formanns BHM

skrifað 21. jan 2009

Rapport frá formanni BHM til aðildarfélaga 21. janúar,

gudlaugbhm.jpg19/1 Reykjavíkurborg.  

Hallur Páll boðar oddvita heildarsamtaka á fund fyrir fundinn hjá sáttasemjara.

Efni:  kynning á niðurskurði hjá borginni í framhaldi af fjárhagsáætlun sem búið er að samþykkja.

Í nóv var lögð fram áætlun um 6M króna hagræðingu miðað við sömu tekjustofna og 08.  Nú hefur bæst við þetta 2,4M.

Skatttekjur borgar niður um 9M í raunvirði milli ára.

Gert er ráð fyrir hækkuðum framlögum til velferðarsviðs.

Laun og launatengd gjöld hjá borg:  32,3M, þar af 5M í yfirvinnu á síðasta ári.

Borgin reynir að fá lán með “ásættanlegum vaxtaskilyrðum”.  M.a. biðlað til lífeyrissjóða.

Borgin hefur ekki nýtt sér hækkun á útsvari.

Krafa um hagræðingu, gengið út frá því að “kaupa minna vinnuframlag” og þar með skerða þau verk sem unnin eru – ekki gerð krafa um óbreytt vinnuframlag.

Á að hagræða um 1,3M í launaútgjöldum 09.  Horfa á hærra launaða hópa, kjararýrnun mest þar, lækkar svo í hlutfalli niður eftir launaskalanum og einhver brotalína afmarkar laun sem ekki verða snert.

Fyrst og fremst litið til yfirvinnu (bæði mældrar og ómældrar) og aksturskostnaðar, semsagt kjör í ráðningarsamningum.

Sviðstjórar fara yfir málin og ákveða.  Síðan munu yfirmenn boða starfsmenn til funda og leggja fram áætlanir (einstaklingsbasis). 

Sagt upp fastlaunasamningum, boðnir nýir í staðinn.

Samræmdar aðgerðir, gagnsæi, málefnalegt, jafnræði = markmið borgarinnar.

Einnig verði horft til skipulags vinnu, t.d. vaktakerfa og slíks.

Ákvörðun á að liggja fyrir í febrúar, þá telur borgin fólk eiga í mesta lagi 3 mán uppsagnarfrest á þessum kjörum.  Gera ráð fyrir því að bjóða fólki að velja milli þess að skerða kjör yfir 11 mánðuði eða 8 mánuði, eftir því hvort það heldur fast við 3 mán frest eða ekki.  Ef viðkomandi afsala sér honum og taka breytingum strax, verði “skerðingunni” dreift yfir fleiri mánuði.

Tekið fram að um næstu áramót gæti þurft að bæta í, þ.e. hagræða meira.

Launþegaarmur spyr:

-Samráð við fag/stéttarfélög?  Svar:  sviðstjórar ákveða, ekki ástæða til samráðs.

-Lánakjör sem boðist hafa?  Talað um 6% vexti.

-Útsvar?  Verður gripið til sömu aðgerða um næstu áramót, eða reynt að rétta reksturinn með öðrum úrræðum?

-6 mánaða uppsagnarfrestur?  Borgin telur engan hafa þann rétt, en gerður fyrirvari við þetta af hálfu launþegasamtaka.

-Krafa um sýnileika, gagnsætt, afmarkaður endapunktur.

-Borgin gefi upplýsingar sem fyrst um afstöðu sína til úrræða um næstu áramót, þ.e. hvert skuli stefnt þá.

19/1 Fundur aðila vinnumarkaðar hjá ríkissáttasemjara.

 

Fundað allir saman áður en skipt í 3 vinnuhópa.  Farið yfir skilning á þeim málaflokkum sem liggja fyrir hverjum hópi fyrir sig.

Um aðkomu ríkisstjórnar:  vilja koma síðar að ferlinu.  Krafa er um aðkomu sem fyrst, með vísbendingar um stefnu í þjóðmálum.  Lykilatriði og forsenda samráðs.

Vinnuveitendur (SA, ríki, borg, ln) bættust á fundinn:

Farið yfir verkefnaskiptingu og tilnefnt í hópana: 

1)kjarasamningamál. (Endurskoðun á almennum markaði, endurnýjun í opinbera geiranum, staða LSR, þarf að hækka þar iðgjöld sem myndi hafa áhrif á launakostnað, staða atvinnuleysistryggingarsjóðs, verða gjöld í hann hækkuð með áhrifum á launakostnað?)

2)ríkisfjármál, velferðarmál, sveitarfélög (skattar, húsnæðismál, horfur 09-10-11, fjárlög, upplýsingar um vandann, plan um leið út úr honum)

3)atvinnu- og efnahagsmál (Fjármögnunarþörf ríkisins, fé til framkvæmda, áherslur SA, ályktun ASÍ frá ársfundi)

BHM skipar GK í 1, SA í 2, PH í 3.

Rætt um að funda 2x í viku, næsti fundur ákveðinn á föstudag e.h.

19/1 Fundur í starfshópi um kjarasamningamál – ríkissáttasemjari.

 

SA spyr um sveigjanleika ASÍ varðandi dagsetningar v/endurskoðunar.  15/2, lengt fram í mars?

ASÍ um umboð til samninga:  Forsendunefnd má annað hvort framlengja samning vegna þess að forsendur halda, eða fella hann ef þær bregðast.  Ef fellt:  þarf að skoða umboð samninganefndar.  Ef á að “endursemja” þarf að miða við sömu forsendur og síðast:  vinna gegn verðbólgu, tryggja kaupmátt, hækka lægstu laun mest.

BSRB:  Umboð til viðræðna, samningsumboð hjá hverju stéttarfélagi, gætu framselt það en er alltaf háð samþykki samninga hjá félagsmönnum hvers félags.

Gunnar Björnsson:  er hægt að nýta viðræðuáætlun þegar fengist er við umboð? Miða við áætlun sbr. 2001, vill gera uppkast að áætlun.

BHM:  Könnunarviðræður, upplýsingaöflun, höfum ekki rætt umboð til kjarasamningagerðar.

KÍ:  Tiltölulega skýrt umboð.

Rætt um umboðsform í stóra samhenginu (þ.e. tengsl við hina tvo starfshópana), allir þættirnir háðir hver öðrum.

Verkefni fram að næsta fundi:

ASÍ skoði umboð til samningsgerðar, m.a. m.t.t. dagsetninga.

Guðm H. og G. Bj. ætla að gera drög að viðræðuáætlun og taka að sér að skoða málefni LSR, þ.e. mögulega hækkun iðgjalda sem leitt gæti til aukins launakostnaðar hins opinbera.

SA munu athuga með málefni atvinnuleysistryggingasjóðs, sama ástæða og LSR.

Opinberu samtökin skoði umboð til samningagerðar.