Páll Ólafsson endurkjörinn formaður FÍ

skrifað 01. apr 2008

IMG_1204.JPGÁ vel heppnuðum aukaaðalfundi þann 31. mars var Páll Ólafsson endurkjörinn formaður félagsins. Stjórnina skipar frá og með aukaaðalfundi formaður Páll Ólafsson, Vilborg Oddsdóttir sem jafnframt var endurkosinn formaður kjaranendar og Sveindís Anna Jóhannsdóttir sem var  kosinn formaður Vísindanefndar en hún var  áður formaður Vísindasjóðs. Þorsteinn Sveinlaugsson og Steinunn Hrafnsdóttir voru endurkjörin í stjórn félagsins og tveir nýir stjórnarmenn bættust í hópinn, í stað Elísabetar Karlsdóttur og Margrétar Jónsdóttur, það eru þau Íris Eik Ólafsdóttir hjá Fangelsismálastofnun og Þórarinn Þórsson frá Vesturgarði.

Töluverðar breytingar hafa verið gerðar á skipan félagsins og mun m.a. formaður nýrrar fræðslu og upplýsinganefndar sitja í stjórn félagsins. Lögð er áhersla á samvinnu þeirra nefndar við aðrar nefndir sem koma að fræðslu félagsmanna s.s. siðanefnd og vísindanefnd. Starfsreglum vísindanefndar var breytt m.a. á þann við að þeir aðilar sem fá hæsta styrk úr vísindasjóði ber að skila ritrýndum greinum í Tímarit félagsráðgjafa að rannsókn lokinni en öðrum styrkþegum ber að  skila óritrýndum greinum í sama tímarit.

IMG_1165.JPGMargt áhugavert framundan í starfi félagsins. Má nefna væntanlegt málþing á vegum siðanefndar í haust í samstarfi við félög iðjuþjálfa, sjúkraþjálfa og þroskaþjálfa, öflugt samstarf karlanefndar félagsins (sjá mynd að ofan)Mentors og væntanleg árshátíð félagsráðgjafa. Þorsteinn Sveinlaugsson stjórnarmaður mun halda utan um hátíðina.  Jólahlaðborðið okkar heppnaðist vel en á annað hundrað félagsráðgjafar mættu og áttu góðu stund í desember. Augljóst er að það er stemming í félaginu og því von á fjölmennri árshátíð.