Orlofsuppbót 2011

skrifað 16. maí 2011

Til launasviðs Fjársýslu ríkisins, forstöðumanna ríkisstofnana og bandalaga ríkisstarfsmanna
Samkvæmt kjarasamningum fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs við stéttarfélög ríkisstarfsmanna skal greiða orlofsuppbót 1. júní ár hvert. Skilyrði greiðslu er oftast að finna í gr. 4.2.2. í kjarasamningum.

Í ljósi þess að viðræður um endurnýjun kjarasamninga standa enn yfir og ekki er ljóst hvenær þeim lýkur telur fjármálaráðuneytið ástæðu til að gefa út yfirlýsingu um hvaða orlofsuppbót skuli greidd 1. júní næstkomandi. Í þessari yfirlýsingu felst engin spá um hvenær viðræðum um endurnýjun kjarasamninga lýkur eða hvert innihald þeirra verður, en vonir standa til að skrifað verði undir kjarasamninga við þorra stéttarfélaga ríkisstarfsmanna nú í maí.

Við greiðslu orlofsuppbótar 1. júní næstkomandi verður miðað við fjárhæð orlofsuppbótar eins og hún er tilgreind í síðasta kjarasamningi hvers stéttarfélags. Um sömu fjárhæð er að ræða og greidd var 1. júní 2010, nema um annað hafi sérstaklega verið samið.

Í tilviki aðildarfélaga ASÍ og BSRB að stórum hluta er óskert orlofsuppbót oftast 25.800 kr.
Í tilviki flestra annarra stéttarfélaga er óskert fjárhæð orlofsuppbótar oftast 25.200 kr.
Hafi stéttarfélag ákvæði um hærri orlofsuppbót en að framan greinir skal sú fjárhæð gilda.

Ef samið verður um hærri fjárhæð orlofsuppbótar í yfirstandandi viðræðum verður greitt í samræmi við það í næstu reglulegu útborgun eftir undirritun og samþykkt kjarasamninga. Að því gefnu að samningar náist á næstu dögum verður það annað hvort 1. júní 2011 eða með leiðréttingu 1. júlí 2011 eða síðar.

F.h.r.
Sverrir Jónsson

___|\___|\___|\___|\___|\___|\___|\___|\___|\___|\___|\___|\___|\___|\___|\___|\___|\___|\___|\___|\___|\___|
Sverrir Jónsson hagfræðingur / Head of Division
Fjármálaráðuneytið, starfsmannaskrifstofa / Ministry of Finance