Opnir fundir með félagsmönnum sem starfa hjá ríki

skrifað 15. sep 2014
bakhópur riki

Eins og þið vitið ágætu félagsráðgjafar sem starfið hjá ríkinu þá var litið á að kjarasamningur sá sem undirritaður var 28. maí sl. og gildir til 28. febrúar 2015, væri vopnahlé og byrjað yrði að vinna strax að undirbúningi næstu kjaraviðræðna. Undirbúningur sem og viðræður við ríkið í stýrihópi sbr. bókun 2 er nú þegar hafinn.

Kjaranefnd Félagsráðgjafafélags Íslands ákvað að setja upp mánaðarlega hádegisfundi fyrir félagsmenn hjá ríki sem hefjast nú strax á föstudaginn. Á fundunum förum við yfir stöðuna hverju sinni og tökum umræðu um kröfur okkar í komandi kjaraviðræðum.Við þurfum að undirbúa okkur vel þetta haustið og nýta tímann til loka samnings vel.

Við hvetjum ykkur til að taka eftirfarandi tíma frá:

• 19. september kl. 12:10

• 16. október kl. 12:10

• 18. nóvember kl. 12:10

• 11. desember kl. 12:10

Boðið verður upp á samlokur og ávexti og því er gott að láta vita af þátttöku með því að svara útsendum fundarboðum.