Opinn fundur Vísindanefndar 2. apríl kl. 16 -17:30

skrifað 12. mar 2009

IMG_1483.JPGB – hluti Vísindasjóðs Félagsráðgjafafélags Íslands er ætlaður til rannsóknar- og þróunarstarfa.  Rannsóknin verður að vera á sviði félagsráðgjafar og vera stéttinni til hagsbóta og framdráttar, hvað varðar faglega þekkingu. Vísindanefnd hvetur félagsmenn að sækja um í B – hluta sjóðsins. Umsóknarfrestur er til 15. maí 2009. Umsóknareyðblað og úthlutunarreglur eru á heimasíðu félagsins en einnig er hægt að leita til stjórnar vísindasjóðs með fyrirspurnir. Greitt verður úr A – hluta sjóðsins nú um miðjan mars til félagsmanna.

Vísindanefnd verður með opinn fund fyrir félagsmenn fimmtudaginn 2. apríl á skrifstofu félagsins að Borgartúni 6 og veitir þar upplýsingar og ráðgjöf varðandi umsóknaraferlið.

Á komandi aðalfundi félagsins leggur Vísindanefnd til breytingar á úthlutunarreglum varðandi B – hluta sjóðsins. Helsta breytingin felst í sólarlagsákvæði varðandi rétt félagsmanna sem starfa hjá ríkinu í sjóðinn vegna breytinga á kjarasamningi í júní 2008. Félagsmenn eru beðnir um að kynna sér vandlega þessar tillögur og nýta sér framlengdan rétt verði breytingarnar samþykktar á aðalfundi.

 

Vísindanefnd mun í samstarfi við Upplýsinga- og kynningarnefnd greiða fyrir og halda í auknum mæli lifandi umræðu um rannsóknir innan félagsins og bjóða félagsmönnum upp á reglubundna fræðslu eða námskeið um rannsóknir og rannsóknaraðferðir. Tenging rannsóknarvinnu við starfsvettvang er jafnvel enn mikilvægari en fyrr á þessum miklu umbrotatímum og ef til vill mun aukast hjá stjórnvöldum að taka mið af gagnreyndum rannsóknum (evidance based) við útdeilingu fjármagns innan heilbrigðis- og félagsmála og gerð krafa um að sýnt sé fram á árangur. Rannsóknir eru ein leið til að standa vörð um velferð og hefur verið síðustu ár mikil gróska í rannsóknum félagsráðgjafa og vonir standa til að svo verði einnig á komandi árum samfélaginu öllu til heilla.

Með kveðju frá Vísindanefnd, Sveindís Anna Jóhannsdóttir,
formaður