Nýtt fagráð Fagdeild félagsráðgjafa í félagsþjónustu kosið í dag

skrifað 10. apr 2017
fagdeild 1

Félagsráðgjafar í félagsþjónustu funduðu í morgun til að ræða störf fagdeildarinnar á komandi starfsári. Á fundinum sköpuðust miklar umræður um margvísleg málefni sem brenna á félagsráðgjöfum í félagsþjónustu. Meðal þess sem rætt var var frumvarp um breytingar á lögum um félagsþjónustu og lög um málefni fatlaðs fólks, ný lög um sérstakan húsnæðisstuðning, fjárhagsaðstoð og rafræna umsýslu umsókna í félagsþjónustu.

Hægt er að skoða upptöku af fundinum hér

Í lok fundarins var kosið í nýtt fagráð fagdeildar félagsráðgjafa í félagsþjónustu:

Anna Marit, Akureyrarbæ

Elín Thelma Róbertsdóttir, Kópavogsbæ

Gyða Hjartardóttir, Sambandi íslenskra sveitarfélaga

Helga Sigurjónsdóttir, Þjónustumiðstöð Breiðholts

Jóna Guðný Eyjólfsdóttir, Velferðarsviði Reykjavíkur

Þóra Kemp, Velferðarsviði Reykjavíkur

Á fundinum var ákveðið að efna til morgunverðarfundar um frumvarp til breytinga á lögum í félagsþjónustu og sérstakan húsnæðisstuðning. Verður morgunverðarfundurinn auglýstur síðar.

fagdeild 2fagdeild 3