Nýr kjarasamningur við Reykjavíkurborg samþykktur

skrifað 16. des 2015
Undirritun samn

Félagsráðgjafar hjá Reykjavíkurborg samþykktu samning sem skrifað var undir við Reykjavíkurborg þann 1o. desember síðastliðinn með 82,2% greiddra atkvæða. Nei sögðu 14,4% en 3,3% skiluðu auðu. Kosningaþátttaka var 75%.

Kjarasamningur FÍ við Reykjavíkurborg 10

Fundur samstarfsnefndar FÍ og RVK 10

Laun hækka frá og með 1. september síðastliðnum um 7,7%. Aðrar hækkanir á samningstímanum eru sem hér segir:

1.6. 2016: Hækkun launatöflu um 6,0%.

1.6. 2017: Ný launatafla tekin upp og launataxtar verða samkvæmt henni.

1.6. 2018: Hækkun launatöflu um 3,0%.

1.2. 2019: Sérstök eingreiðsla, 58.000 kr. greiðist hverjum starfsmanni miðað við fullt starf og sem er við störf í desember 2018 og er enn í starfi í janúar 2019. Þeir sem eru í fæðingarorlofi fá einnig eingreiðslu.

Félagsmenn eru hvattir til að kynna sér önnur ákvæði samningsins og bókanir sem honum fylgja.