Ný heimasíða BHM og Mínar síður teknar í notkun

skrifað 28. okt 2013

BHM opnaði nýja heimasíðu á 55 ára afmæli sínu. En það er ekki bara ný heimasíða sem fór í loftið heldur var tekinn í notkun gagnvirkur vefur Mínar síður þar sem félagsmenn geta sótt um styrki í Sjúkrasjóð, Styrktarsjóð, Starfsmenntunarsjóð og Starfsþróunarsetur háskólamanna og gengið frá rafrænum fylgigögnum með umsóknum.

Þeir geta einnig fylgst með ferli umsókna og fengið upplýsingar um notkun á sjóðum BHM, t.d. hvað búið er að nýta innan almanaksárs, og fylgst með iðgjaldagreiðslum frá vinnuveitanda.

Á Mínum síðum geta félagsmenn uppfært persónuupplýsingar og verið í rafrænum samskiptum við sjóðafulltúa BHM.

Hér má sjá frekari upplýsingar um Mínar síður og sjá kynningarmyndband.