Norrænir félagsráðgjafar álykta um málefni flóttafólks

skrifað 05. okt 2015
NSSK

Stjórn NSSK sem eru samtök félagsráðgjafafélaga á Norðurlöndum. funduðu dagana 2. - 3. október á Álandseyjum en fundir eru haldnir tvisvar á ári.

Á fundinum bar hæst málefni flóttafólks og sögðu fulltrúar landanna frá stöðunni í hverju landi fyrir sig. Staðan er mjög erfið í Noregi og Svíþjóð þar sem fjöldi hælisleitenda hefur margfaldast og skráning gengur seint og illa fyrir sig. Til að mynda þarf flóttafólk sem kemur til Noregs að leita til Osló því það er eini staðurinn sem hægt er að skrá sig á. Almenningur hefur komið flóttafólki til aðstoðar með því að koma með mat og teppi og leiðbeina hvert skuli fara til að láta skrá sig, bæði í Svíþjóð og Osló.

í ályktun stjórnar NSSK eru stjórnvöld hvött til þess að axla ábyrgð og vanda móttöku flóttafólks.

Ályktunina má finna hér - á norsku.

Ályktun NSSK um málefni flóttafólks_norska