Niðurstaða gerðardóms og hæstaréttar í máli BHM gegn ríkinu

skrifað 17. ágú 2015
FÍ metum menntun

Gerðardómur birti úrskurð sinn um kaup og kjör félagsmanna aðildarfélaga BHM og föstudaginn 14. ágúst síðastliðinn.

Gildistími úrskurðarins fyrir BHM-félögin er frá 1. mars 2015 til 31. ágúst 2017, tvö og hálft ár, en það var vilji okkar að vera ekki bundin til langs tíma af lögþvingaðari niðurstöðu.

Niðurstaða gerðardóms:

  • Launatafla BHM er leiðrétt þannig að bil á milli launaflokka eru nú 5% hlaðsett og 2,5% hliðsett. Þessi leiðrétting er afturvirk frá 1. mars síðastliðnum.

  • Leiðrétt launatafla hækkar um 7,2% frá 1. mars síðastliðnum.

  • Þann 1. júní 2016 hækka launatöflur um 5,5%.

  • Þann 1. júní 2016 kemur inn 1,65% framlag vegna menntunarákvæða sem þarf að útfæra nánar.

  • Þann 1. júní 2017, fá félagsmenn sem voru í starfi í apríl og maí sama ár, eingreiðslu að upphæð kr. 63.000, (miðað við fullt starf) hlutfallslega út frá starfshlutfalli.

Engar bókanir eru í úrskurðinum hvorki almennar né varðandi sérkröfur einstakra aðildarfélaga BHM. Það var túlkun gerðardóms að þær lægju utan verksviðs hans. BHM hafnaði ítrekað þeirri túlkun enda ljóst að bókanir eru og hafa verið hluti kjarasamninga.

úrskurður gerðardóms með launatöflum

Hér má sjá úrskurð gerðardóms um breytingar á kjarasamningi Félagsráðgjafafélags Íslands við ríki ásamt launatöflum.

launatoflur2015-2016

Hér má sjá gildandi launatöflur Félagsráðgjafafélagsins við ríki sem gilda frá 1. mars 2015. Einnig má sjá hækkanir eftir launaflokkum og þrepum.

Úrskurð gerðardóms í heild sinni má finna hér

Við hvetjum félagsmenn til að kynna sér úrskurð gerðardóms og breytingar á kjörum sínum samkvæmt úrskurði dómsins.

Hæstiréttur Íslands staðfesti niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í máli BHM gegn íslenska ríkinu vegna setningar laga 31/2015 sem bönnuðu verkfallsaðgerðir aðildarfélaga BHM og sviptu þau rétti til frjálsra samninga. Niðurstaðan veldur vonbrigðum og markar tímamót þar sem hún torveldar samstarf stéttarfélaga og þurfa aðildarfélög BHM að endurmeta hvernig staðið verður að kjaraviðræðum framvegis.

Dóm hæstaréttar má finna hér.