NÝ HEIMASÍÐA FÍ

skrifað 12. mar 2013
www_academicsciences_co__uk_

Meðgangan var strembin með tilheyrandi fylgikvillum auk þess sem breytingar voru á heimilinu en fæðingin gekk vel að lokum og komin er í heiminn ný heimasíða. Nýja heimasíðan hefur allt það sem sú gamla hafði að bjóða þó með aðgengilegri hætti. Myndir af félagsráðgjöfum á vettvangi koma til með að aukast, félagsráðgjafar þurfa ekki lengur að vaka fram eftir og leita uppi fréttir af faginu eða kollegum þar sem flýtihnappurinn Félagsráðgjöf í fréttum safnar öllum fréttum sem tengjast félagsráðgjöf. Fastir liðir eins og Starfatorg og Tímarit félagsráðgjafa verða á sínum stað. Siðareglurnar hafa að meira að segja fengið sinn eigin flýtihnapp!

Viðburðadagatal prýðir forsíðu sem auðveldar félagsráðgjöfum að fylgjast með því sem framundan er, hvort sem um ræðir aðalfundi, málþing sem og aðra viðburði á vegum félagsins eða deildum/nefndum því tengdu. Líkt og framsæknu félagi sæmir, má finna tengil á Fésbókarsíðu félagsins.

Stjórn Félagsráðgjafafélags Íslands vonast til að heimasíðan auðveldi miðlun upplýsinga og félagsmenn eru hvattir til að koma á framfæri því sem betur má fara eða ábendingum um áhugaverða viðburði og fréttir.

Ritstóri heimasíðu er Berglind Ósk Filippíudóttir, meðstjórnandi í stjórn FÍ.