María Rúnarsdóttir, formaður, kosin í stjórn IFSW Europe

skrifað 05. okt 2015
IFSW Europe

Á Evrópufulltrúafundi IFSW Europe (International Federation of Social Workers, Europe) sem haldinn var í Edinborg dagana 4.-6. september síðastliðinn var María Rúnarsdóttir, formaður Félagsráðgjafafélags Íslands, kosin í stjórn IFSW Europe til tveggja ára.

Á fundinum var því fagnað að fimmtíu ár eru liðin síðan IFSW Europe var stofnað.

Við óskum Maríu hjartanlega til hamingju með stöðuna í stjórn IFSW Europe en hún er fyrsti íslenski félagsráðgjafinn til að taka sæti í stjórn félagsráðgjafafélaga á alþjóðlegum vettvangi.

Í stjórn IFSW Europe sitja:

Cristina Martins, forseti, Portugal

Salome Namicheishvili, Georgia

Josefine Johansson, Svíþjóð

María Rúnarsdóttir, Ísland

Ana Isabel Lima Fernandez, Spáni

Brian Auslander, Ísrael

IFSW Europe allir