Málstofa um kynferðislegt ofbeldi á börnum

skrifað 04. mar 2009

Þann 4. Mars n.k. mun Ólafía – Félag framhaldsnema í Félagsráðgjöf standa fyrir málstofu um kynferðislegt ofbeldi á börnum. Fyrirlesari málstofunnar er Sigríður Björnsdóttir frá Blátt Áfram. Samtökin vinna fyrst og fremst að því að efla forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum á Íslandi.

Yfirskriftin á erindi Sigríðar er eftirfarandi: Tabú, höldum við enn hlífiskildi yfir gerendum, hvernig hættum við því?

Málstofan er frá klukkan 12.00-13.15 í stofu 105 í Háskólatorgi (HT). Við hvetjum áhugasama til þess að mæta! Ólafía – Félag framhaldsnema í Félagsráðgjöf

***|\**|\**|\**|\**|\**|\**|\**|\**|\**|\**|\**|\**|\**|\**|\**|\**|\***|\***|*
Ólafía - félag framhaldsnema í félagsráðgjöf
Heimasíða: http://olafia-fff.blogspot.com/
Formaður: Margrét Arngrímsdóttir - Sími: 821-7890