Lifandi ráðgjöf var meðal 10 efstu

skrifað 23. mar 2009

lifandiradgjof-gulleggid.JPGJóna Margrét Ólafsdóttir félagsráðgjafi hjá Lifandi Ráðgjöf komst í raðir tíu efstu keppenda sem tóku þátt í Gullegginu 2009, en alls voru sendar inn 122 hugmyndir. Hún hlaut viðurkenningu fyrir forvarnarverkefnið "Teningurinn".

Frumkvöðlakeppni Innovit er tækifæri fyrir háskólamenntaða frumkvöðla til að öðlast reynslu, þekkingu og tengslanet til að koma sínum hugmyndum á framfæri og vinna að stofnun nýrra og öflugra fyrirtækja á Íslandi. Allir nemendur við íslenska háskóla og þeir sem útskrifast hafa undanfarin fimm ár hafa þátttökurétt í keppninni sem er haldin að fyrirmynd samskonar keppni við MIT háskóla í Bandaríkjunum og sambærilegra keppna á Norðurlöndunum. Sjá nánar: http://www.innovit.is/?id=1&sida=26&frettId=81 og  http://www.innovit.is/?id=1&sida=26&frettId=82

Við óskum henni til hamingju með góðan árangur