Kjaraviðræður við ríkið eru hafnar

skrifað 08. sep 2017
225

Kæru félagsráðgjafar hjá ríki!

Eins og þið vitið þá rann gerðardómur úr gildi þann 31. ágúst síðastliðinn hjá þeim 17 aðildarfélögum BHM sem voru saman í verkfallinu 2015.

Undirbúningur kjaraviðræðna hófst í vor og höfum við margóskað eftir því að samningaviðræður hefjist hið fyrsta. Það gerðist loksins miðvikudaginn 6. september þegar fyrsti fundur FÍ var með samninganefndinni en félögin hafa lagt áherslu á að nú þurfi að hlusta á sérkröfur félaganna og því fer hvert félag fram með sínar kröfur.

Samninganefnd FÍ skipar gott lið félagsráðgjafa auk liðsafla frá BHM.

María Rúnarsdóttir, formaður Félagsráðgjafafélags Íslands

Eldey Huld Jónsdóttir, félagsráðgjafi

Steinunn Bergmann, félagsráðgjafi

Þorbjörg Árnadóttir, félagsráðgjafi

Margrét Ófeigsdóttir, félagsráðgjafi

Kristín Einarsdóttir, félagsráðgjafi

Arndís Tómasdóttir, félagsráðgjafi

Sigurlaug Hrefna Soffíudóttir Traustadóttir, félagsráðgjafi

Helga Þorleifsdóttir, félagsráðgjafi

BHM félögin hafa látið gera myndbönd frá hverju félagi þar sem er stutt viðtal við félagsmann. Ég hvet ykkur til þess að deila viðtölunum sem eru öll á Facebook síðu BHM.

Baráttukveðjur, María Rúnarsdóttir, formaður Félagsráðgjafafélags Íslands