Nýr kjarasamningur við Samband íslenskra sveitarfélaga samþykktur

skrifað 05. apr 2016
FÍsns

Félagsráðgjafar sem starfa hjá sveitarfélögunum samþykktu samning sem skrifað var undir við Samband íslenskra sveitarfélaga þann 21. mars síðastliðinn með 92,3% greiddra atkvæða. Nei sögðu 2,6% en 5,1% skilaði auðu. Kosningaþátttaka var 67,2%.

Félagsráðgjafar sem starfa hjá sveitarfélögunum samþykktu samning sem skrifað var undir við Samband íslenskra sveitarfélaga þann 21. mars síðastliðinn með 92,3% greiddra atkvæða. Nei sögðu 2,6% en 5,1% skilaði auðu. Kosningaþátttaka var 67,2%.

Kjarasamningur FÍ við SNS_2015 til 2019_undirritaður

Laun hækka frá og með 1. september 2015 um 7,7%.

Ný bráðabirgðaröðun tekur gildi frá 1. apríl gegn afsali fastra greiðslna sem nemur hækkun vegna nýrrar launaröðunar.

Aðrar hækkanir á samningstímanum eru sem hér segir:

Þann 1. júní 2016 hækka laun um 6% með nýrri launatöflu.

Þann 1. júní 2017 hækka laun um 3% með nýrri launatöflu.

Þann 1. júní 2018 kemur ný launatafla samhliða innleiðingu starfsmats.

Um mánaðamótin apríl/maí 2019 greiðist sérstök eingreiðsla kr. 58.000 til þeirra sem eru við störf í janúar, febrúar eða mars 2019 og er greitt hlutfallslega miðað við starfshlutfall og starf.

Félagsmenn eru hvattir til að kynna sér önnur ákvæði samningsins og bókanir sem honum fylgja.