Hvernig tengist félagsráðgjöf og stærðfræði?

skrifað 14. apr 2008

TeensFNOAPPP.jpgÞriðjudaginn 29.apríl n.k. í húsakynnum Félagsráðgjafafélags Íslands, Borgartúni 6 kl.14.00 til 16.00 mun fagdeild félagsráðgjafar á fræðslu- og skólasviði halda aðalfund. Auk venjulegra aðalfundastarfa munu  þau Júlíana Jónsdótti kynna á SMT í grunnskólum og Hannes Hilmarsson félagsráðgjafi og stærðfræðikennari í MS fjalla um nýja nálgun í stærðfræði. Góðar veitingar á staðnum.

Formaður félagsins er Elísa Ragnheiður Ingólfsdóttir. Starfar hún bæði í Setbergsskóla sem skólafélagsráðgjafi sem og á skólaskrifstofu Hafnarfjarðar við PMT verkefni. Guðrún Helga Sederhol ætlar að gefa kost á sér sem næsta formanni fagdeildarinnar. Guðrún hefur mikla reynslu sem skólafélagsráðgjafi og hefur hún jafnframt sérfræðiréttindi á sviðinu. Skólinn er mikilvægur samstarfsaðili félagsráðgjafa sem starfa með börnum og ungmennum og eru allir félagsráðgjafar hvattir til að mæta, fræðast og miðla, hvar sem þeir starfa.