Hugrún Jóhannesdóttir forstöðumaður

skrifað 13. jan 2009

hugrun.jpgNýtt yfirlit Vinnumálastofnunar um stöðuna á vinnumarkaði sýnir að tæplega átta þúsund manns - eða 4,8 prósent - voru skráðir atvinnulausir í desember síðast liðnum og hafði fólki án atvinnu fjölgað um 45 prósent frá því í mánuðinum á undan. Annir eru gríðarlegar á vinnumiðlun Vinnumálastofnunar.

,,Það er mikil breyting frá því sem var fyrir ári síðan þegar voru innan við 1000 manns á skrá," segir Hugrún Jóhannesdóttir félagsráðgjafi og  forstöðumaður Vinnumálastofnunar á höfuðborgarsvæðinu.

Hægt er að sjá viðtalið í heild við Hugrúnu á http://visir.is/article/20090113/FRETTIR01/988541415/-1