Heiðursverðlaun veitt dr. Sigrúnu Júlíusdóttur

skrifað 18. ágú 2011

Sigr%C3%BAn%20J%C3%BAl%C3%ADusdottir.jpg

Á ráðstefnunni Welfare and Professionalism in Turbulent Times sem haldin var hér á landi dagana 11. – 13. ágúst sl. var Sigrúnu Júlíusdóttur prófessor veitt heiðursverðlaun Samtaka norrænna háskóla í félagsráðgjöf (Nordic Association of Schools of Social Work).

Heiðursverðlaunin eru veitt á ráðstefnum Samtakanna til kennara eða annarra einstaklinga sem hafa gegnum starf sitt haft áhrif á félagsráðgjöf og þróun fagsins, m.a. fyrir að hafa „unnið að félagsráðgjöf á þann hátt að það hafi skipt verulegu máli fyrir notendendur og þróun fagsins, verið öflugur málsvari minnihlutahópa og tekið virkan þátt í opinberri umræðu um málefni þeirra, með rannsóknum sínum haft veruleg áhrif á þróun þekkingar og nýjunga í starfi félagsráðgjafa og kennslu félagsráðgjafarnema og unnið að rannsóknum sem hafa aukið færni og áhuga félagsráðgjafarnema við að takast á við fjölbreytt verkefni á sviði félagsráðgjafar.“

Sigrún hlýtur verðlaunin fyrir framlag sitt til kennslu í félagsráðgjöf, þátttöku sína í þróun fagsins, rannsóknir sínar á sviði barna- og fjölskyldumála bæði hérlendis og á alþjóðavettvangi og fyrir þátttöku í norrænu og alþjóðlegu samstarfi á sviði félagsráðgjafar.

Sigrún lauk doktorsprófi frá Háskólanum í Gautaborg árið 1993 en hún hefur starfa við deildina um áratugaskeið. Sigrún hlaut framgang í starf prófessors árið 2000.

Nánari upplýsingar um Sigrúnu, starfsferil hennar og ritaskrá.