Handleiðsluhópur á vegum RBF

skrifað 02. feb 2009

FÉLAGSRÁÐGJÖF OG FAGLEG TENGSL - HANDLEIÐSLUHÓPUR

Á komandi ári býður RBF upp á handleiðsluhóp í eitt ár fyrir félagsráðgjafa, sem vilja auka færni sína og þróa sig á sviði klíniskrar félagsráðgjafar. Hámarksfjöldi í hópnum er 7 manns, sem hittist einu sinni í mánuði 4 tíma í senn, samtals 32 handleiðslutímar.
Handleiðari er Bjarney Kristjánsdóttir. Hún er félagsráðgjafi frá HÍ með framhaldsnám í fjölskyldumeðferð frá Kensington Consultation Centre í London. Hún hefur langa reynslu af handleiðslu sem og meðferðarstörfum, bæði á geðsviði barna og fullorðinna, á Unglingaheimili ríkisins og á eigin stofu. Hefur sinnt stundakennslu við HÍ, ritað um handleiðslumál og kennt á ýmsum námskeiðum fyrir fagfólk auk þess sem hún var yfirmaður Hverfaskrifstofu Félagsþjónustunnar í Reykjavík í Hverfi 11 frá 1994 til 1997.
Þátttakendur leggja fram mál, sem þeir eru að vinna með og fá leiðbeiningar og hugmyndir frá handleiðara, sem tengir umfjöllunina fræðilegum hugtökum á grundvelli kerfiskenninga. Hópurinn fær einnig tækifæri til að koma með fleiri hugmyndir og skapa nýjar víddir (co-creation) í meðferðarstarfinu.

Lögð verður áhersla á að;

• Þjálfa sig í að ígrunda (reflect)
• Fá fram fleiri sjónarhorn og hugmyndir varðandi erfiðleika skjólstæðinga okkar
• Þjálfa sig í að halda “hlutleysi sínu og efla skilning á aðstæðum skjólstæðinganna.
• Spyrja gagnlegra spurninga.
Verð kr. 88.000
Umsóknarfrestur er til 10. febrúar 2009 n.k. til að sækja um smelltu hér
Upplýsingar veita:
• Bjarney Kristjánsdóttir í síma 861-7833 eða í tölvupósti bjarkris@hi.is
• Jóhanna Rósa Arnardóttir forstöðumaður RBF í síma 525-5200 eða í tölvupósti rbf@hi.is