HANDLEIÐSLUHÓPUR Á AKUREYRI 2008

skrifað 30. jan 2008

KLÍNÍSK FÉLAGSRÁÐGJÖF – HANDLEIÐSLUHÓPUR Á AKUREYRI 2008

rbf.gifRannsóknasetur í barna- og fjölskylduvernd (RBF) hyggst bjóða upp á handleiðsluhóp á Akureyri í eitt  ár fyrir félagsráðgjafa, sem vilja auka færni sína og þróa sig á sviði klíniskrar félagsráðgjafar. Hámarksfjöldi í hópnum er 7 manns, sem hittist einu sinni í mánuði, 4 tíma í senn í 8 skipti, samtals 32 tímar.Handleiðari er Bjarney Kristjánsdóttir. Hún er félagsráðgjafi frá HÍ, með framhaldsnám í fjölskyldumeðferð frá Kensington Consultation Centre í London. Hún hefur langa  reynslu af handleiðslu sem og meðferðarstörfum, bæði á geðsviði barna og fullorðinna, á Unglingaheimili ríkisins og á eigin stofu. Hefur sinnt stundakennslu við H.Í., ritað um handleiðslumál og kennt á ýmsum námskeiðum fyrir fagfólk auk þess sem hún var yfirmaður Hverfaskrifstofu Félagsþjónustunnar í Reykjavík í Hverfi 11 frá 1994 til 1997  Sjá frekar undir Mannauður og fræðsla!