Gerðardómur hefur verið skipaður

skrifað 07. júl 2015
20999_584522678354362_1009514745988199626_n

Í lögum nr. 31/2015 sem alþingi samþykkti þann 13. júní síðastliðinn sem banna verkföll félagsmanna BHM er kveðið á um skipan gerðardóms sem ákvarða skal kjör félagsmanna þeirra aðildarfélaga sem lögin ná til en Félagsráðgjafafélag Íslands er eitt þeirra. Dóminn skipa þau Garðar Garðarsson hæstarréttarlögmann sem er formaður, Ásta Dís Óladóttir framkvæmdastjóri og Stefán Svavarsson endurskoðandi en hæstiréttur tilnefndi í dóminn.

Gerðardómur hefur frest til 15. ágúst til að ákvarða kaup og kjör félagsmanna sem starfa hjá ríkinu.