Gaman saman í Esjugöngu FÍ

skrifað 05. jún 2008

Við minnum á árlega Jónsmessugöngu félagsráðgjafa þriðjudaginn 24. júní nk. klukkan 19:00 Að þessu sinni verður ferðinni heitið á Esjuna en um er að ræða göngu við allra hæfi. Nauðsynlegur útbúnaður eru góðir gönguskór og léttur klæðnaður í samræmi við veður, þá er ekki verra að vera með göngustafi (þó ekki nauðsyn). Að lokinni göngu ætlum við að grilla og hafa gaman saman. Sveindís Anna Jóhannsdóttir og Páll Ólafsson sjá um að hita upp í kolunum um kl. 20.30. Hver og einn kemur með það sem hann kýs sjálfur á grillið og drykkjarföng.

 IMG_1120.JPG  IMG_1133.JPG  IMG_1122.JPG

 Elísabet Karlsdóttir leiðsögumaður

 Úr "álfagöngu" sumarið 2007  Hellisgerði sumarið 2007

Mæting á bílastæðinu við Esjurætur. Hvetjum alla félagsmenn til að mæta ásamt fjölskyldum sínum. kveðja frá göngustjórum, Steinunn Bergmann, Eymundur Garðarsson og Vilborg Oddsdóttir