Fundur með menntamálanefnd Alþingis

skrifað 31. mar 2008

skoli.jpgGuðrún H.Sederholm félagsráðgjafi MSW, fór á fund menntamálanefndar Alþingis 17. mars s.l. Veitti  hún nefndinni ýtarlegar upplýsingar og sat fyrir svörum nefndarmanna varðandi umsagnir frumvarpa sem hún hafði samið fyrir FÍ og fagdeild skólafélagsráðgjafa varðandi endurskoðun leik-grunn- og
framhaldsskólalaga sem nú stendur yfir. Áður hafði hún samið álitagjafir um sömu lög.

Fundurinn var gagnlegur og að loknum fundi varð formanni Sigurði Kára Kristinssyni að orði að nefndin þyrfti greinilega að skoða ráðgjafarmál í skólum enn frekar. Aðeins nokkrir umsagnaraðilar af fjölmörgum voru kallaðir fyrir nefndina og því er það ávinningur að Guðrún var kölluð fyrir.