Félagsráðgjöfum er boðið í leikhús!

skrifað 12. feb 2009

thjodleikhusid.jpgHEIÐUR
eftir Joanne Murray-Smith

Næstkomandi laugardagskvöld 14. febrúar kl. 20:00 bjóðum við 30 félagsráðgjöfum tvo boðsmiða á mann á þessa spennandi og áhugaverðu sýningu. Áhugasamir sendi póst á netfangið dora@leikhusid.is og þið fáið staðfestingu um hæl.Heiður er einstaklega vel skrifað dramatískt verk um hjónabandið, ástina og ábyrgð okkar á eigin hamingju.  Þau voru heiðurshjón í þrjátíu ár. Þau voru ein heild, samhent, náin. En skyndilega, dag einn, stendur hann frammi fyrir henni eins og ókunnugur maður.

 

Getur öryggi ástarinnar orðið óvinur okkar? Er hægt að lifa lífi sínu í gegnum aðra manneskju? Er einhvern tímann of seint að byrja nýtt líf? Í Heiðri fylgjumst við annars vegar með hjónum sem eru komin yfir miðjan aldur, og hinsvegar tveimur gerólíkum ungum konum, sem eiga lífið framundan. Hvernig getum við látið drauma okkar rætast? Hvenær erum við það sem við ætluðum okkur að verða? Leika manneskjurnar sér með lífið, eða leikur það sér að okkur?

Leikarar: Anna Kristín Arngrímsdóttir, Arnar Jónsson, María Ellingsen, Sólveig Arnarsdóttir
Leikstjóri: Bjarni Haukur Þórsson