Félagsráðgjafaþing 2014

19. febrúar 2014

skrifað 21. nóv 2013
auglysing_felagsradgjafathing

Í febrúar 2014 verður Félagsráðgjafafélags Íslands 50 ára og Dr. Sigrún Júlíusdóttir prófessor og frumkvöðull í félagsráðgjöf, 70 ára. Af þessu tilefni hafa Félagsráðgjafafélag Íslands, Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands, Hollvinasamtök Félagsráðgjafardeildar, Rannsóknastofnun í fjölskyldu - og barnavernd og ÍSFORSA sammælst um að halda Félagsráðgjafaþing til að fagna afmæli félagsins og heiðra Sigrúnu á þessum tímamótum.

Tilgangur þingsins er að leiða félagsráðgjafa saman til að kynna rannsóknir á sviði félagsráðgjafar, nýjungar í þróun fags og greinar, ræða hugmyndafræði og þróun nýrra úrræða.

Markmiðið er að á Félagsráðgjafaþingi komi félagsráðgjafar hvaðanæva að og ræði í málstofum og/eða vinnustofum rannsóknir um þróun fags og úrræða, nýjungar í starfi (til dæmis að kynna mál eða nýjar vinnuaðferðir), handleiðslu, sýn og stöðu félagsráðgjafar fyrr og nú.

Við köllum hér með eftir tillögum að málstofum, vinnustofum og erindum á Félagsráðgjafaþing 2014. Tillögum skal skilað eigi síðar en 8. desember 2013 á felagsradgjof@felagsradgjof.is. Eyðublað er meðfylgjandi.

Við hvetjum félagsráðgjafa til að taka virkan þátt í þessu fyrsta Félagsráðgjafaþingi og senda inn hugmynd að málstofu/vinnustofu eða erindi.

Undirbúningshópur Félagsráðgjafaþings 2014

Bjarney Kristjánsdóttir, formaður Hollvinasamtaka

Elísabet Karlsdóttir, framkvæmdastjóri RBF

Guðný Björk Eydal, prófessor

Lára Björnsdóttir, ráðstefnustjóri

María Rúnarsdóttir, formaður FÍ

Sigríður Jónsdóttir, formaður ÍSFORSA