Félagsráðgjafaþing 19. febrúar 2014

Skráning

skrifað 30. des 2013

Fyrsta Félagsráðgjafaþingið verður haldið þann 19. febrúar 2014 nk kl. 8:40. Skráning frá kl. 8:10.

Skráning er með rafrænum hætti hér.

Vivien Cree Prófessor í félagsráðgjöf við Háskólann í Edingborg flytur annan hátíðarfyrirlesturinn en hún hefur meðal annars skrifað um félagsráðgjöf og þróun hennar. Seinni hátíðarfyrirlesturinn ber yfirskriftina Félagsráðgjafinn og fræðimaðurinn Dr. Sigrún Júlíusdóttir henni til heiðurs í tilefni 70 ára afmælis hennar.

Auk hátíðarfyrirlestranna verða fjöldi málstofa og vinnustofa um félagsráðgjöf og fagþróun á hinum margvíslegu sviðum félagsráðgjafar.

Kæru félagsráðgjafar, við hvetjum ykkur alla til að taka þátt í þessu fyrsta Félagsráðgjafaþingi og gera veg þess sem mestan. Að loknu þingi verður haldinn afmælisfagnaður í tilefni 50 ára afmælis Félagsráðgjafafélags Íslands.

Við vekjum athygli á því að það er sérstakt tilboð á gistingu fyrir fólk sem býr á landsbyggðinni, eins manns herbergi kr. 15.300 og tveggja manna herbergi kr. 17.300 án morgunverðar.

Þingið er opið öllum.