Félagsráðgjafafélag Íslands styður kjarabaráttu lækna

skrifað 06. nóv 2014

Félagsráðgjafafélag Íslands lýsir yfir stuðningi við kjarabaráttu lækna. Það er forgangsmál að bæta kjör og vinnuaðstæður lækna á Íslandi og gera laun háskólamenntaðra sérfræðinga í heilbrigðisþjónustu samkeppnisfær við þau kjör sem finnast í nágrannalöndum okkar. Félagsráðgjafafélag Íslands hvetur fjármálaráðherra til að ganga til samninga við lækna svo snúa megi frá frekari atgervisflótta lækna og annarra sérfræðinga og byggja upp heilbrigðisþjónustu með öllum þeim sérfræðingum sem gæðaþjónusta þarf á að halda. Fyrir hönd stjórnar Félagsráðgjafafélags Íslands María Rúnarsdóttir Formaður.