Fagdeild sjálfstætt starfandi félagsráðgjafa

skrifað 21. sep 2009

stofnfundur.jpgÁ myndinni eru: Sveindís hjá Félagsráðgjafinn.is, Helga hjá Lausn, Kristjana, Valgerður hjá Stjúptengsl, Hanna hjá Bjarmalundi, Jóna hjá Lifandi ráðgjöf og Guðrún Óhætt er að segja að mikil gróska er í élagsráðgjafafélaginu og hafa fagdeildir og landshlutadeilir haft þar veruleg áhrif. Nýjasta fagdeildin, fagdeild sjálfstætt starfandi félagsráðgjafa var stofnuð 15. september sl. innan Félagsráðgjafafélags Íslands.

Megin markmið hennar er að efla velferð fjölskyldna og einstaklinga og auka aðgengi almennings að félagsráðgjöf. Jafnframt að stuðla að gæðum og fjölbreytileika þjónustu, efla samskipti sjálfstætt starfandi félagsráðgjafa og vera vettvangur til að deila og miðla þekkingu. Tilgangur hennar er einnig að vera stjórn FÍ og stjórnvöldum til ráðgjafar í samræmi við sérsvið félagsmanna í fagdeildinni.

Hanna Lára Steinsson var kosinn formaður, Sveindís Jóhannsdóttir og Kristjana Sigmundsdóttir voru kosnir meðstjórnendur en þær allar eru jafnframt stofnfélagar. Aðrir stofnfélagar eru Sigrún Júlíusdóttir, Helga Þórðardóttir, Valgerður Halldórsdóttir, Guðrún Helga Sederholm, Jóna Margrét Ólafsdóttir, Bjarney Kristjánsdótir, Halldór Guðmundsson, Dögg Káradóttur og Ólöf Unnur. Bakgrunnur félagsmanna er breiður og áhugavert verður að fylgjast með starfi fagdeildarinnar.

Önnur fagdeild er væntanlega eða fagdeild félagsráðgjafa sem starfa við fjölmenningu. Stofnundur verður 7. október nk. kl. 16.00 í Borgartúni 6. Allir áhugasamir eru velkomnir. Guðbjörg Ottósdóttir heldur utan um undirbúninginn. Hún kennir námskeið í háskólanum um fjölmenningu. Netfangið hennar er gudbjorg@hrafnista.is