Evrópuráðstefna Félagsráðgjafafélaga á Íslandi árið 2017

skrifað 28. maí 2015
des13-feb14 065

Stjórn FÍ ákvað nú í vor að bjóða í að halda Evrópuráðstefnu Félagsráðgjafafélaga árið 2017.

Það er með mikilli gleði sem við upplýsum um að tilboð okkar var samþykkt og verður IFSW Europe 2017 haldin á Íslandi.

Hér má sjá glæsilega umsókn Félagsráðgjafafélagsins án kostnaðaráætlunar: Umsókn

Auk félagsins hafa Félagsráðgjafardeild HÍ, ÍS-FORSA, Landspítali og Velferðarsvið Reykjavíkurborgar samþykkt að skipa fulltrúa í undirbúningsnefnd.

Svona stór ráðstefna verður ekki undirbúin nema að henni komi stór hópur félagsmanna sem er tilbúinn til að leggja sitt af mörkum til að gera hana sem glæsilegasta og munum við skipa vinnuhópa eftir þörfum til að styrkja allan undirbúning sem best.

Við köllum eftir áhugasömum fulltrúum sem vilja bjóða sig fram til að taka þátt í undirbúningsvinnunni. Áhugasamir sendi póst á felagsradgjof@felagsradgjof.is.

des13-feb14 046