Ekron hlaut tilnefningu til Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins

skrifað 06. mar 2009

samfelagsuppi.jpgEkron - hlaut tilnefningu til Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins vegna uppbyggingar og þjálfunar einstaklinga eftir áfengis - og vímuefnameðferð. Einn af stofnendum og stjórnendum Ekron er Herdís Hjörleifsdóttur félagsráðgjafi.

Þau félagasamtök sem hljóta tilnefningu Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins þykja hafa unnið framúrskarandi mannúðar - eða náttúruverndarstarf og lagt sitt af mörkum til að gera íslenskt samfélag betra fyrir okkur öll.

Markmiðið með veitingu Samfélagsverðlaunanna er að beina sjónum að þeim fjöldamörgu góðu verkum sem svo víða eru unnin og öllu því merka fólki sem þau vinna.

Við óskum Herdísi og félögum til hamingju með tilnefninguna