Ekkert atvinnuleysi meðal félagsrágjafa

skrifað 17. des 2010

Ánægjulegt er að segja frá því að engin félagsráðgjafi er skráður atvinnulaus í október og nóvember á þessu ári.  Flestir voru atvinnulausir í maí eða 6 manns.  Hjá BHM eru 119 félagsmenn á atvinnuleysisskrá.  Stærstu hópar atvinnulausra innan BHM eru hjá Fræðagarði eða 30 manns og hjá Félagi íslenskra náttúrufræðinga eru það 26 manns.