Ályktun miðstjórnar BHM um kjaramál

skrifað 18. ágú 2011

Fréttatilkynning  BHM fimmtudaginn 18. ágúst 2011

 Ályktun miðstjórnar BHM þann 17. ágúst 2011.

 

Bandalag háskólamanna (BHM) krefst þess að gengið verði frá kjarasamningum við þau stéttarfélög sem enn eru með lausa samninga.  Margar háskólamenntaðar starfsstéttir búa við langvarandi vanmat á menntun til launa hvort sem er á uppgangs- eða krepputímum.  Því er löngu tímabært að menntun sé metin að verðleikum ef íslenskur vinnumarkaður vill halda í háskólamenntað fólk.

BHM fordæmir tilburði vinnuveitenda til verkfallsbrota í yfirstandandi kjaradeilu leikskólakennara enda óheimilt samkvæmt íslenskri vinnulöggjöf að ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli. BHM telur yfirlýsingar um að leikskólastarf geti haldist óbreytt í fjarveru leikskólakennara til marks um vanvirðingu fyrir fagmennsku og síst til þess fallnar að hvetja til lausna í kjaradeilu. 

Nánari upplýsingar veitir:
Guðlaug Kristjánsdóttir, formaður BHM
gudlaug@bhm.is
s. 899 2873

Mynd_Guðlaug_BHM

 

..................................................................................................................................................................................................................
Stefán Aðalsteinsson / Framkvæmdastjóri / General manager / Bandalag háskólamanna / Borgartúni 6 / 105 Reykjavík / Iceland
Sími / Tel: +354 581 20 90 / Farsími / Mobile: +354 821 93 10 / Fax: +354 588 92 39
stefan@bhm.is / www.bhm.is