Ályktun frá stjórnarf FÍ v samein Lýðheilsust og Landl

skrifað 28. jún 2010

Ályktun frá stjórnarfundi Félagsráðgjafafélags Íslands, haldinn 1. Júní 2010, vegna fyrirhugaðrar sameiningar Lýðheilsustöðvar og Landlæknisembættisins.

Stjórnarfundur Félagsráðgjafafélags Íslands, haldinn 1. júní 2010 skorar á stjórnvöld að finna sameinaðri stofnun Lýðheilsustöðvar og Landlæknisembættis nafn sem lýsi hlutverki hennar og er hlutlaust gangvart starfsstéttunum þrjátíu og tveimur sem stofnunin sér um leyfisveitingar til og hefur eftirlit með. Þá telur stjórn FÍ mikilvægt að yfirmaður stofnunarinnar beri starfsheitið forstjóri eða forstöðumaður og hafi menntun á heilbrigðissviði.

Valgerður Halldórsdóttur framkvæmdastjóri s. 6929101