Ályktun af baráttufundi félagsráðgjafa hjá Reykjavíkurborg

skrifað 08. sep 2011

Félagsráðgjafar hjá Reykjavíkurborg hafa verið samningslausir frá hausti 2009.  Fundur félagsráðgjafa hjá Reykjavíkurborg lýsir miklum áhyggjum af stöðu kjarasamningsviðræðna og endurmats á starfsmati allra hópa félagsráðgjafa sem bíða niðurstöðu þess. 

 

 

Félagsráðgjafar hjá Reykjavíkurborg hafa verið samningslausir frá hausti 2009.  Fundur félagsráðgjafa hjá Reykjavíkurborg lýsir miklum áhyggjum af stöðu kjarasamningsviðræðna og endurmats á starfsmati allra hópa félagsráðgjafa sem bíða niðurstöðu þess.  Félagsráðgjafar hjá Reykjavíkurborg krefjast þess að endurmat starfsmats verði flýtt svo unnt verði að ljúka samningum. Liggi viðunandi niðurstaða starfsmats ekki fyrir innan tveggja vikna munu félagsráðgjafar íhuga að segja sig frá starfsmati. Atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun mun fara fram á næstu dögum og niðurstaða  liggja fyrir föstudaginn 9. september 2011.  Komi til verkfalls mun það hefjast 26. september 2011.

 

Bryndís Ósk Gestsdóttir,

bryndis.osk.gestsdottir@reykjavik.is og bryndisog@simnet.is, s. 867 5700  Rut Sigurðardóttir,

rut.sigurdardottir@reykjavik.is og rutsig80@hotmail.com, s. 695 3839  Valgerður Halldórsdóttir framkvæmdastjóri s. 6929101

 Páll Ólafsson formaður FÍ s. 6632101