Ágæti ráðherra, Katrín Jakobsdóttir

skrifað 11. feb 2009

Katrin_Jakobs_1999.jpgFagdeild fræðslu - og skólafélagsráðgjafa sendu nýjum menntamálaráherra erindi 3. febrúar sl.  og var vakin athygli á starfi skólafélagsráðgjafa hér á landi.  Bréfið má lesa hér:

Ágæti menntamálaráðherra

Erindi: Að vekja athygli ráðherra á þeim fjölda félagsráðgjafa sem starfar við grunn- og framhaldsskóla landsins án þess að njóta þegar áunninnar lögverndunar en starfar undir merkjum náms- og starfsráðgjafar.

Rétt þykir að vekja athygli ráðherra á greinargerð sem forvera hennar í starfi Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur var send  4. nóvember 2005 af Stéttarfélagi íslenskra félagsráðgjafa og bar yfirskriftina: Félagsráðgjöf – hluti af faglegri þjónustu á öllum skólastigum.

 

Í kjölfarið eða 11. janúar 2006 áttu þeir sem sömdu greinargerðina fund með ráðherra og aðtoðarfólki hennar um efni greinargerðarinnar með megináherslu á að félagsráðgjafar sem þegar starfa við skólana geri það í eigin faglega tilliti eða sem félagsráðgjafar og njóti fagþekkingar sinnar sem er lögvernduðhjá heilbriðgisráðuneyti. Fram að þessu hafa þeir verið ráðnir í stöður náms – og starfsráðgjafa, sem sagt ekki undir sínu rétta fagheiti.

Árið 2004 var stofnuðu fagdeild innan Stéttarfélags íslenskra félagsráðgjafa sem nú ber heitið Félagsráðgjafafélag Íslands og fagdeildin heitir: Fagdeild fræðslu – og skólafélagsráðgjafa, skammstafað FFS og dregur nafn sitt af sérfræðiréttindum sem heilbrigðisráðuneytir veitir. Núverandi formaður er Guðrún H. Sederholm  og aðrir í stjórn eru Björk Erlendsdóttir og Hjördís Árnadóttir. Félagsmenn eru 36 og af þeim starfar á annan tug við grunn – og framhaldsskóla landsins.

Þegar lögum um leik - grunn – og framhaldsskóla var breytt nú síðast samdi Guðrún H.Sederholm umsagnir um frumvörpin og einnig álitsgjafir fyrir hönd FFS og sat fyrir svörum hjá menntamálanefnd. Rétt er að geta þess að Guðrún H. Sederholm var ráðin af Svavari Gestssyni menntamálaráðherra  1999 – 1991 til þessa að þróa námsráðgjöf í grunnskólum landsins sem þá var ekki til. Eftir það voru ráðnir námsráðgjafar að nokkrum grunnskólum landsins í 50% stöður.
Árið 1997 var Guðrún H. Sederholm tilnefndur formaður nefndar sem Björn Bjarnason menntamálráðherra skipaði og hafði það meginviðfangsefni að efla náms – og starfsráðgjöf á öllum skólastigum. Nefndin skilaði skýrslu um málið 1998.

Af þessu má sjá að félagsráðgjafar hafa verið í forystu um þróun náms – og starfsráðgjafar í skólum landsins og rétt að geta þess að frá stofnun Æfingadeildar þáverandi Kennaraháskóla Íslands hefur alltaf starfað félagsráðgjafi og er svo enn.

Það er því von okkar að núverandi menntamálaráðherra komi á þeirri skipan mála að tryggt sé að félagsráðgjafar starfi við skóla landsins og séu hluti af faglegri þjónustu í skólunum og njóti lögverndunar sinna til starfans. Þessu til glöggvunar eru fyrrnefndar álitsgjafir en þar koma helstu áhersluatriði félagsráðgjafa fram varðandi faglega vinnu í skólum landsins. Áhersla skal lögð á að FFS lítur svo á að námsráðgjöf sé nauðsynleg þegar kemur að námi en félagsráðgjöf sé nauðsynleg þegar kemur að persónulegri einstaklingsráðgjöf í erfiðum málum nemenda til að tryggja barnavernd.