María Rúnarsdóttir endurkjörin formaður FÍ til fjögurra ára á aðalfundi í dag

skrifað 10. mar 2016
12837552_10153952421267836_821158116_o

Á aðalfundi Félagsráðgjafafélags Íslands í dag var María Rúnarsdóttir, endurkjörin formaður félagsins til næstu fjögurra ára.

Á dagskrá fundarins voru hefðbundin aðalfundarstörf þar sem María Rúnarsdóttir, formaður kynnti skýrslu stjórnar og skýrslu kjaranefndar í máli og myndum

María kynnti jafnframt ársreikninga félagsins, kjaradeilusjóðs og vísindasjóðs sem sýndu rekstrarhagnað upp á tæpar átta milljónir hjá FÍ en rekstrartap kjaradeilusjóðs upp á 7,7 milljónir króna vegna kostnaðs við kjaraviðræður ársins 2015 og verkfalls aðildarfélaga BHM.

Gjaldkeri FÍ, Hafdís G. Gísladóttir, kynnti því næst fjárhagsáætlun félagsins fyrir árið 2016 og tillögur stjórnar um félagsgjöld. Tillögur stjórnar fólu í sér að félagsgjöld verði frá 1. júní 2016 1,3% af heildarlaunum í stað 1,6% af dagvinnulaunum. Þessar breytingar eru tilkomnar vegna breytinga á innheimtu félagsgjalda til BHM sem hafa verið til umræðu í fjölda ára en markmið breytinganna er að gæta meira jafnræðis í félagsgjöldum félagsmanna þannig að allir greiði af heildarlaunum en þetta hefur verið mismunandi þar til árið 2016 þegar öll félög munu greiða af heildarlaunum. Voru fyrirhugaðar breytingar á félagsgjöldum kynntar á aðalfundi FÍ 2015.

Þessar breytingar á félagsgjöldum fela í sér lækkun tekna félagsins á ársgrundvelli. Breytingar fyrir félagsmenn eru þær að gert er ráð fyrir að félagsgjöld mikils meirihluta félagsmanna lækki, eða 280 félagsmanna, en að félagsgjöld 140 hækki. Hækkunin á ársgrundvelli fyrir 100 félagsmenn er frá kr. 1-12.000 á ári en fyrir félagsgjöld 15 félagsmanna hækka um meira en 20 þúsund krónur á ársgrundvelli.

Tillaga stjórnar var samþykkt og taka breytingarnar gildi frá og með 1. júní næstkomandi.

Tillögur stjórnar til lagabreytinga voru samþykktar samróma en þær fela í sér að kjaranefnd verður lögð niður en þess í stað fær stjórn það hlutverk að efla trúnaðarmannakerfi félagsins og skipa samninganefndir í undirbúningi kjaraviðræðna.

Síðast á dagskrá aðalfundar 2016 var kosning í stjórn og nefndir félagsins.

Hafdís G. Gísladóttir, Dagbjört Rún Guðmundsdóttir og Sigurlaug H. Traustadóttir voru kjörnar í stjórn félagsins.

Helga Þórðardóttir, Guðrún H. Sederholm og Kolbrún Oddbergsdóttir voru kjörnar í siðanefnd félagsins.

Helga Sigurjónsdóttir og Ásta Kristín Benediktsdóttir voru kjörnar í vísindanefnd félagsins en stjórn félagsins skipar þriðja sæti í nefndina á fyrsta fundi stjórnar eftir aðalfund.

Eldey Huld Jónsdóttir var fundarstjóri.

Fundargerð aðalfundar má finna hér.

adalfundur2016_fundargerð

Takk fyrir góðan fund og til hamingju með nýja stjórn og nefndir!

12596596_10153952418952836_1206471606_o12842368_10153952419207836_1822503994_o12380636_10153952418162836_1860641148_o12842544_10153952421467836_881787330_o