Aðalfundur 2015

skrifað 17. mar 2015
sw2015

Boðað er til aðalfundar Félagsráðgjafafélags Íslands þriðjudaginn 17. mars.

Hefðbundin aðalfundarstörf hefjast kl. 13:45 og er gert ráð fyrir að honum ljúki kl. 16:00. Félagsmenn sem standa skil á greiðslum félagsgjalda eru kjörgengir og með kosningarétt í FÍ.

Fyrir aðalfundinn, kl. 12:30 verður málþing í tilefni alþjóðadags félagsráðgjafa 2013 undir yfirskrift dagsins:

Siv Friðleifsdóttir, formaður Velferðarvaktarinnar kynnir nýja skýrslu Velferðarvaktarinnar, tillögur til að vinna bug á fátækt.

Dagskráin hefst kl. 12:30 og lýkur kl. 16:00.

Vakin er athygli á því að kosið skal um þrjár stöður í stjórn FÍ á aðalfundi 2015 og hafa fulltrúar í stjórn gefið kost á sér til endurkjörs.

Einnig er laus staða fulltrúa félagsráðgjafa á almennum vinnumarkaði í kjaranefnd FÍ. Meðfylgjandi er aðalfundarboð 2015.

Við minnum á að allir félagsmenn í Félagsráðgjafafélagi Íslands geta boðið sig fram í lausar stöður á aðalfundi.