Á döfinni - takið dagana frá!

skrifað 22. jan 2009

Ágætu félagsráðgjafar

 

arshatid.jpg*Árshátíðin *verður 20. febrúar nk.  Takið daginn frá! Mun hún vera haldin í Borgartúni 6, kjallara. Félagið mun bjóða upp á fordrykk og ljúfa tóna á undan í andyri BHM. Árshátíðarnefndin hefur stofnað hóp á Facebook fyrir þá sem það þekkja undir heitinu ”Íslenskir félagsráðgjafar” Þar er hægt að sjá þá sem þegar hafa ákveðið að vera með á árshátíðinni.

 

 Á félagsráðgjafadeginum  þann 17. mars kl. 8.30 – 10.00 á Grand hótel munu við byrja á að

hugrun.jpgfélagsráðgjafa frá Vinnumálastofnun til að ræða við okkur um stöðu mála og framlag félagsráðgjafa. Félagsmönnum mun gefast kostur á að taka þátt í umræðum um efnið á eftir. Í lok dagskrár mun formaður tilkynna hver verður “Félagsráðgjafi ársins 2008” Af hverju Félagsráðgjafi ársins Páll formaður? “Núna á þessum erfiðu tímum er mikilvægara en nokkurn tímann að klappa hvort öðru á öxlina og hrósa. Stjórn FÍ óskar hér með eftir tilnefningum til Félagsráðgjafa ársins frá ykkur kæru félagsmenn. Sendu okkur tilnefningu um einhvern sem hefur staðið sig sérstaklega vel, verið málsvari svo eftir var tekið, er góður vinnufélagi og / eða einhver sem gerði eitthvað á árinu sem vert er að hrósa fyrir.”  Slóðin er http://www.felagsradgjof.is/index.php?option=content&task=view&id=4&Itemid=27

Námskeið fyrir Trúnaðarmenn verður síðan 5. og 6. mars á vegum okkar og BHM. Oft er þörf en nú er nauðsyn að félagsráðgjafar eigi trúnaðarmenn á vinnustöðum. Bæði starfsmönnum til halds og trausts og sem upplýsingaveita fyrir félagið. Viljum við biðja alla trúnaðarmenn að senda okkur upplýsingar um sig og sinn vinnustað. Jafnframt viljum við biðja þá að hafa samband sem vilja gerast trúnaðarmenn. Stefnt er síðan að því í framhaldi af námskeiðunum að reglulegir fundir ”Trúnó” verða haldnir trúnaðarmönnum til halds og trausts á vegum BHM . Þannig fái þeir tækifæri til að leita upplýsinga og kynnast öðrum trúnaðarmönnum bæði innan eigin hóps og annarra innan BHM. Kynnið ykkur málið á slóðinni

http://www.bhm.is/rettindamal/trunadarmenn/ Þar er jafnframt að finna eyðubloð til að skrá trúnaðarmenn. Félagsráðgjafar á Hrafnistu ætla að gera aðra tilraun til að bjóða okkur í Vísindaferð þann 26. febrúar kl. 15.30 og munum við heimsækja Hrafnistu í Reykjavík. Léttar veitingar í lokin. Skráning er á birgit@felagsradgjof.is Viljum við halda áfram með þennan þátt í félaginu þá er mikilvægt að þátttaka sé góð eða amk. þokkaleg. En vísindaferðir er leið til að efla tengslanet félagsráðgjafa og um leið fræðast um störf hvors annars. Hafið þið óskir um ákveðnar ferðir þá er ekkert annað en að koma þeim á framfæri við okkur.

Kjaranefnd mun standa fyrir fræðslu- og stuðningshópum – námskeiði fyrir félagsráðgjafa. Hefst það 12. febrúar og lýkur því 28. mai eða alls 6 - 7 skipti. Bjarney Kristjánsdóttir félagsráðgjafi mun halda utan um námskeiðið.  Verður það að meðaltali hálsmánaðarlega á fimmtudögum milli kl. 9.00-11.00. Verðir það nánar auglýst síðar. Handleiðsla Félagsráðgjöf og fagleg tengsl

Á árinu 2009 býður RBF upp á handleiðsluhóp í eitt ár fyrir félagsráðgjafa, sem vilja auka færni sína og þróa faglega samskiptahæfni í tengslum við skjólstæðinga og samstarfsaðila.  Hámarksfjöldi í hópnum er 7 manns, sem hittisthálfsmánaðarlega 2 tíma í senn (2x 50 mín) frá febrúar til desember 2009  (8 skipti á hvorri önn eða 32 handleiðslutímar).Handleiðari er Bjarney Kristjánsdóttir, félagsráðgjafi frá HÍ, með framhaldsnám í fjölskyldumeðferð frá Kensington Consultation Centre í London.  Umsóknarfrestur er til 28. janúar 2009 og umsóknareyðublöð fást á http://www.rbf.is Upplýsingar veitir: Bjarney Kristjánsdóttir í síma 8617833 eða í tölvupósti bjarkris@hi.is Jóhanna Rósa Arnardóttir, forstöðumaður RBF í síma 5255200 eða í tölvupósti rbf@hi.is  Verð kr. 88.000

Rapport formanni BHN Sjá á vef.

http://www.felagsradgjof.is/index.php?option=content&task=blogcategory&id=1&Itemid=55