20. norræna ráðstefnan í öldrunarfræðum

skrifað 15. des 2009

 

20 NKG logo

20. norræna ráðstefnan í öldrunarfræðum – 20 NKG 

Nú er aftur komin röðin að Íslandi að hýsa norræna ráðstefnu í öldrunarfræðum. Hún verður haldin á Hilton Hótelinu í Reykjavík dagana 30. maí til 2. júní á næsta vori og er hin 20. í röðinni. Undirbúningur hefur staðið yfir um nokkurt skeið og hefur heimasíðan núna verið fyllt af upplýsingum.

 

Fyrir þá sem ekki hafa sótt þessar ráðstefnur áður skal upplýst að þær eru fjölfaglegar: læknisfræði, hjúkrunarfræði, félagsfræði og félagsráðgjöf, sálfræði, tannlækningar og líffræði. Ráðstefnan verður uppbyggð á svipaðan hátt og verið hefur. Fluttir verða almennir fyrirlestrar (plenum og state of the art) og haldnir verða fundir um sérstök málefni. Þessir fundir hafa ýmist verið skipulagðir fyrirfram (symposia) eða eru samsettir af fyrirlestrum sem eru settir saman af efni sem er sent til ráðstefnunnar og er það vísindanefndin okkar sem gerir það. Einnig verður sem áður vönduð spjaldasýning og verða veitt verðlaun fyrir 3 beztu spjöldin líkt og gert hefur verið áður. Við gerum ráð fyrir að um 600 manns muni sækja ráðstefnuna. Rétt er að benda á að tveir Íslendingar geta fengið styrk að upphæð kr. 4.000 norskar til að sækja ráðstefnuna en allar nánari upplýsingar er að finna á heimasíðunni og þar er hægt að skrá sig (frestur til 31. janúar) og senda efni. Þetta er í fyrsta sinn sem ekki verður sendur út prentaður bæklingur, svokallað 2. announcement, heldur verður eingöngu upplýst um ráðstefnuna í gegnum tölvupóst. Þetta er fyrsti pósturinn en síðar hyggjumst við senda upplýsingar þegar frá einhverju nýju er að segja og til að minna á. Heimasíða ráðstefnunnar er

www.congress.is/20NKG

Fyrir hönd skipuleggjenda

Reykjavík 16. nóvember 2009  

Jón Snædal
Forseti 20NKG