Vonbrigði með umfjöllun Sölva Tryggvasonar í Málinu (Janúar 2013)

Félagsráðgjafinn Guðrún Þorgerður Ágústsdóttir skrifaði opið bréf til sjónvarpsmannsins Sölva Tryggvasonar sem á dögunum gerði úttekt á málefnum utangarðsfólks í Reykjavík.Hún segir í bréfinu að Sölvi hafi leitað til hennar við undirbúning þáttarins og tekið fram að hann hafi viljað gera heildstæða úttekt á aðstæðum útigangsfólks, þar sem allar upplýsingar um málaflokkinn kæmu fram. Það tókst ekki, að mati Guðrúnar.

Þér tókst ekki að búa til heildstæða umfjöllun sem sýnir raunverulegan aðbúnað utangarðsfólks. Þú fórst rangt með staðreyndir og gafst bæði rangar og villandi upplýsingar um málið. Þú valdir að viðhalda staðalmyndum um málaflokkinn og undirstrikar 17 sekúndna myndbrot af svínum í húsdýragarðinum það.

Um opið bréf Guðrúnar Þorgerðar til Sölva vegna umfjöllunar um utangarðsfólk í Málinu