Merk saga Ólafíu (Febrúar 2013)

Júlíana - hátíð sögu og bóka verður haldin í Stykkishólmi næstu daga. Kynnt er til leiks konan, sem höfundur og sögupersóna í bókmenntum Vesturlands. Guðrún Ásmundsdóttir leikkona segir þar frá brautryðjandanum Ólafíu Jóhannsdóttur.

Síðdegisútvarpið ræddi við þær Dagbjörtu Höskuldsdóttur, sem stendur að hátíðinni, og Guðrúnu en hún fjallar um hina merkilegu konu Ólafíu Jóhannsdóttur sem vann brautryðjendastarf í málefnum hinna lægst settu og helgaði líf sitt líknarmálum á fyrrihluta síðustu aldar, bæði hér á landi og í Noregi. Ólafía var til að mynda öflugur ræðumaður og frumkvöðull í baráttu gegn áfengisböli fyrr á tíð og stofnandi Hvíta bandsins. Stytta af Ólöfu stendur í miðborg Oslóar en þar er gata nefnd eftir henni sem og sjúkrahús.

Sjá grein á rúv.is