Fræðsla til félaga

skrifstofa_fræðsla3

Fræðsla á vegum Félagsráðgjafafélags Íslands

Félagsmenn Félagsráðgjafafélags Íslands geta sótt margvíslega fræðslu og námskeið sem lið í símenntun sinni.

Félagið stendur fyrir árlegu þingi félagsráðgjafa í febrúar ár hvert þar sem félagsráðgjafar koma saman og haldinn er fjöldi málstofa um félagsráðgjöf. Félagið heldur enn fremur félagsfundi og/eða fræðslufundi við önnur tækifæri sem gefast.

Fræðsla á vegum fagdeilda

Innan Félagsráðgjafafélags Íslands starfa fagdeildir sem halda reglulega fræðslufundi og eru þeir auglýstir með netpósti og á heimasíðu og facebook síðu félagsins.

Fræðsla á vegum BHM

Félagsmenn geta sótt fræðslu og námskeið á vegum BHM sem haldin eru reglulega yfir vetrarmánuðina frá september til maí ár. Þessi námskeið eru félagsmönnum að kostnaðarlausu.

Yfirlit yfir námskeið sem í boði eru hjá BHM er að finna á heimsíðu BHM http://www.bhm.is/um-bhm/radstefnur-og-fraedsla/